Smíðaður fyrir víðerni og mikið klifur með með ALPHA ONE monorail afturfjöðrun.
Hardcore vílar ekki fyrir sér miklar áskoranir eða harða samkeppni. Hann sigrar erfiðar aðstæður með byltingarkenndri ALPHA ONE™ monorail fjöðrun og auðveldlega stillanlegum FOX® ZERO höggdeyfum.
Monorail fjöðrun opnar á meiri hreyfanleika en nokkur fjallavélsleði í sögunni. Það er bara bara einn Alpha.
Ascender-grunnurinn er hannaður til að koma þér lengra í erfiðum aðstæðum.
Auk þess er sérstök yfirbygging með fjallaferðir í huga 10 prósent mjórri en fyrri hönnun til að auðvelda þér akstur þvert á hlíðar.
Næsta kynslóð 8000-röð-C-Tec2 vélarinnar skilar nýju stigi afkasta og tækni Arctic Cat tvígengisvélar. Eiginleikar þessarar 794cc C-TEC2 vélar eru:
Þessi háþróaða nýja tækni er hönnuð af Arctic Cat og smíðuð í St. Cloud, Minnesota skilar:
Arctic Mountain Suspension er sérsniðin til að virka vel í djúpum snjó. Léttir, steyptir álspindlar eru með 27 gráðu horn spindla og bjóða upp á ákjósanlegasta halla á skíðum fyrir beygju utan gönguleiða og fyrirsjáanlegri mótvirkni þegar ekið er í halla. Þeir eru smíðaðir til að draga úr mótstöðu, en tvöföldu A-armarnir úr stálblendi eru léttir og endingargóðir.
Skífa sem er fest á ytra forðabúr þessara FOX 1.5 ZERO QS3 höggdeyfa gerir þér kleift að skipta samstundis á mjúka, miðlungs og stífa kvörðun höggdeyfa til að laga sig að breyttum aðstæðum. Þeir nota ytra forðabúr fyrir jafna svörun höggdeyfa með utanáliggjandi gormum til að takast á við ójöfnur.
CVT skiptingin eykur afköst og fer betur með beltið. ADAPT™ CVT er eina kúpling sinnar tegundar á markaðnum í dag. Nákvæmari inngjöf og hnökralaus gangur gera ferðina enn skemmtilegri.
„Power Claw"-beltið er smíðað létt, með einföldu strigalagi og 2,6 tommu spyrnur - allt svo þú náir tökum á akstri í djúpum snjónum. Spyrnurnar eru skaraðar með sveigju fram á við og falla ekki saman eða fyllast og Attack 20" spyrnur gera þér kleift að fljóta yfir djúpan snjóinn.
Mikið flug þýðir mikilhögg og þess vegna eru stigbretti Hardcore styrkt með útpressun til að aukastífni.
Þessi innbyggða geymsla fyrir hlífðargleraugu er fest beint í mælaborðið til að tryggja skjótan aðgang og heldur lykilbúnaði þannig öruggum.